Gjald fyrir hverja færslu sem fer í gegnum posa í verslun er ódýrust hjá sparisjóðunum, samkvæmt verðlagsathugun ASÍ. Hjá sparisjóðunum kostar hún 15 krónur en dýrust er hún hjá MP banka, þar sem hún kostar 30 krónur.

Sé farið í bankann og tekinn út peningur án þess að vera með kortið meðferðis er færslan ódýrust á 50 kr. hjá Íslandsbanka, Arion banka og sparisjóðunum, hún kostar 54 kr. í Landsbankanum en er dýrust á 350 kr. hjá MP banka.

Árgjald fyrir debetkort getur farið allt upp í 3500 krónur. MP banki er eini bankinn sem býður upp á almennt debetkort án árgjalds en þá kostar posafærslan 30 kr. í stað 17 kr. sem bankinn innheimtir ef greitt er árgjald.