*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 26. janúar 2017 20:00

Færumst nær heimsendi

Kjarnorkuvísindamenn telja mannkynið vera skuggalega nálægt því að tortíma heiminum.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kjarnorkuvísindamenn hafa frá árinu 1947 haldið úti dómsdagsklukku, sem á að áætla hversu stutt er í heimsendi af mannavöldum.

Í upphafi var klukkan stillt á sjö mínútur í miðnætti, en hún hefur þó sveiflast talsvert til eftir því sem gengið hefur á í heiminum.

Árið 1953 skall hún til að mynda í tvær mínútur í miðnætti, en þá framkvæmdu Bandaríkin og Sovétríkin einmitt prófanir á vetnissprengjum, sem hefðu vissulega getað haft alvarlegar afleiðingar.

Árið 1949, 1984 og 2015 var hún aftur á móti stillt á þrjár mínútur í miðnætti. Þá höfðu vísindamennirnir áhyggjur af kjarnorkuprófunum Sovétmanna, samskiptum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, en árið 2015 höfðu spekingarnir áhyggjur af loftslagsbreytingum og kjarnorkuvopnum.

Í dag var klukkan aftur á móti færð í 2,5 mínútur í miðnætti. Samkvæmt því hefur mannkynið aðeins einu sinni verið nær heimsendi.

Í þetta sinn hafa kjarnorkusérfræðingarnir aftur á móti mestar áhyggjur af Donald Trump og hans áhrifum á kjarnorkuvopn og loftlagsmál.

Stikkorð: Trump Heimsendir Kjarnorka