Landsmenn eru ánægðastir með störf Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra og Eyglóar Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, miðað við niðurstöður í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem kannað var hvor landsmenn væru ánægðir með störf ráðherranna og hvaða ráðherra fólk er ánægt með. Um þriðjungur landsmanna var ánægður með störf þeirra Kristjáns og Eyglóar. Fæstir voru ánægðir með störf þeirra Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúlsins voru 65% þátttakenda í könnuninni óánægðir með störf Gunnars en 63% óánægðir með störf Sigmundar Davíðs.

Könnunin var gerð 20. febrúar – 10. mars síðastliðinn.

Ánægðir með störf ráðherra - nafn ráðherra og hlutfall ánægðra

  • Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra (33%)
  • Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra (32%)
  • Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra (28%)
  • Illugi Gunnarsson menntamála- og menningarmálaráðherra (27%)
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra (26%)
  • Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra (26%)
  • Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra (26%)
  • Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (24%)
  • Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra (21%)
  • Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra (18%)

Mesta óánægjan

  • Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra (65%)
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (63%)
  • Bjarna Benediktssonar (56%)
  • Sigurður Ingi Jóhannsson (54%)