Þau geta verið margvísleg verkefnin sem flugfreyjur- og þjónar þurfa að glíma við í starfi sínu í háloftunum. Flugdólgar hafa verið áberandi í umræðunni að undanförnu en á vef BBC var greint frá því að kona nokkur hafi skírt nýfætt barn sitt í höfuðið á flugfreyjunni sem tók á móti barninu í háloftunum á leið frá Rússlandi til Armeníu.

Áhöfnin um borð í vél Armavia aðstoðaði öll við að taka á móti barninu en það hlaut að lokum nafnið Hasmik eftir einni flugfreyjunni.