Fyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði tveimur milljörðum árið 2015. Fyrirtækið tók þátt í byggingu dýrasta skip Íslandssögunnar - en það var fært niður í gildi um 785 milljónir á árinu. Skipið Polarsyssel kostaði yfir fimm milljarða króna í byggingu. Þetta kemur fram á vef DV.is.

Tengist afkoman meðal annars erfiðum rekstraraðstæðum og tengist það meðal annars miklum lækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu.

Þá teljur stjórn fyrirtækisins að það geti tryggt áframhaldandi rekstur þess.

Annað fimm milljarða skip

Í mars 2016 var samið um afhendingu Fafnis Viking, sem er fimm milljarða króna skip - var afhending þess seinkað um eitt ár vegna verkefnaskorts. Hefur Fáfnir greitt norska skipasmíðafyrirtækinu Hayvard 12,75 milljónir norskra króna, eða 191 milljón vegna skipsins og kostnaðar vegna seinkunar.

Stærstu eigendur Fáfnis eru meðal annars tveir framtakssjóðir - sem eru að stórum hluta fjármagnaðir af íslenskum lífeyrissjóðum. Þeir juku til að mynda hlut sinn í félaginu í byrjun ágúst.