Hann er talinn í hópi þeirra fáu sem tókst að viðhalda orðspori sínu nánast ósködduðu í kjölfar lausafjárkreppunnar frá því í sumar.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, stóðst fyrsta stóra prófið sem bankinn hefur þurft að ganga í gegnum. Og sökum þessa hlaut hann viðurkenningu Financial Times sem maður ársins.

Peningastefna helstu seðlabanka heimsins hefur kannski ekki enn orðið eins leiðinleg og gagnleg og tannlæknar – líkt og John Maynard Keynes vonaðist eftir – en um tíma leit út fyrir að draumur Keynes væri að rætast.

Á undanförnum fimmtán árum hefur seðlabönkum beggja vegna Atlantsála að mörgu leyti tekist einstaklega vel upp: Samstaða hefur ríkt um að peningastefnan ætti fyrst og fremst að miða að því að halda verðbólgu í skefjum – á bilinu 1,5-2,5% – sem aftur hefur gert það að verkum að vextir hafa almennt haldist lágir.

Nánar er fjallað um Jean-Claude Trichet í Viðskiptablaðinu á morgun. Áskrifendur geta nú þegar nálgast blaðið á pdf formi hér á VB.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér .