Fagmenntuðu starfsfólki í ferðaþjónustu fjölgar ekki í takt við fjölgun ferðamanna síðastliðin ár. Samráð fræðsluaðila skortir og utanumhald um málefni menntunar í ferðaþjónustu er ófullnægjandi. Fyrirtækjum í ferðaþjónstu hefur fjölgað um 72% frá árinu 2008 Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þesar niðurstöður koma fram í greiningu sem KPMG vann fyrir Ferðamálastofu.

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálstjóri segr niðurstöðurnar gefa til kynna að farið sé að reyna á þanþol atvinnugreinarinnar. Megináskorun ferðaþjónustunnar sé á næstu árum að tryggja að gæði, fagmennska og tækifæri til þekkingaröflunar og þjálfunar þeirra sem starfi í greininni verði leiðarljós þróunarinnar.