Viðskiptaráð fagnar frumvarpi sem miðar að einföldun regluverks atvinnulífsins í umsögn sinni sem ráðið hefur skilað til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Þó nefnir ráðið í umsögn sinni að það sakni þess að þar sé ekki að finna ákvæði um rafræna fyrirtækjaskrá líkt og var í fyrra frumvarpi og vonast það til þess að slíkt frumvarp verði lagt fram sem fyrst, vegna þess hagræðis sem skráin myndi veita.

Jafnframt leggst ráðið ekki gegn þeim breytingum sem gerðar eru til að sporna gegn misnotkun á félagaforminu, því þær séu hóflegar, en jafnframt telur það þörf á því að árétta að þess konar breytingar verði ekki óþarflega íþyngjandi.

Aðgerðir eins og þær megi ekki verða til þess að skerða athafnafrelsi og viðskiptamöguleika þeirra sem stunda eðlilega viðskiptahætti, enda gætu þær dregið úr vexti íslensk atvinnulífs, hamlað nýsköpun og komið niður á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.