Viðskiptaráð fagnar tillögum sem miða að því að af því að einfalda regluverk atvinnulífsins. Með frumvarpinu er stefnan að einfaldara lagaumhverfi vegna stofnunar, skráningar og starfrækslu fyrirtækja. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptaráðs.

Viðskiptaráð telur að frumvarpið heillaspor og hvetja stjórnvöld til að halda áfram á sömu braut. Kemur fram í umsögn ráðsins að regluverk verði einfaldað og það gæti skilað aukinni hagkvæmni og skilvirkni og minnki óþarfan kostnað.

Skráning fyrirtækja samdægurs

Í frumvarpinu er kveðið á um rafræna skráningu fyrirtækja sem Viðskiptaráð vonar að verði tekið upp sem fyrst. Ef að frumvarpið verður að lögum væri hægt að skrá félög og breytingar samdægurs í stað þess að það tæki sjö til tíu virka daga.

Einnig eru gerðar breytingar sem eiga að sporna við kennitöluflakki. Þá tekur Viðskiptaráð fram að aðgerðir til að stemma stigu við kennitöluflakki verði ekki óþarflega íþyngjandi. Því það gæti hamlað nýsköpun og komið niður á samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja.