Flugleiðir birtu í dag í Kauphöll Íslands tilkynningu um dagskrá hluthafafundar sem boðaður hefur verið 18. október nk. Þar kemur m.a. fram tillaga um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár um allt að 922,8 m.kr. að nafnvirði eða um 8,3 ma.kr. að markaðsvirði. Það sem helst vekur athygli er að 230,7 m.kr eða rúmir 2 ma.kr. að markaðsvirði verður væntanlega boðið til almennra fjárfesta þar sem hluthafar falla frá forgangsrétti sínum. "Þetta hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn þar sem lítið flot hefur verið með bréfum félagsins eftir samþjöppun á eigendahópi félagsins á árinu. Þrátt fyrir útgáfuna til almennings mun hlutur 5 stærstu hluthafanna einungis minnka úr 90% í 83% miðað við að heimildin verði fullnýtt á næstu árum," segir í Hálffimm fréttum KB banka.

Þar er einnig bent á að það vekur athygli að sjóðstaða Flugleiða hefur verið talin sterk, fyrirtækið virðist því vera í fjárfestingahug og verður að spennandi að sjá hvað það hyggst fyrir