Fagnaðarlæti braust út meðal kaupsýslumanna í Brasilíu, við fregnir af fráhvarfi Dilmu Rousseff úr stóli forseta, bárust.

Edemir Pinto forstjóri stærstu kauphallar rómönsku Ameríku, gat vart falið gleði sína við fregnirnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um málið.

Verg landsframleiðsla í Brasilíu hefur dregist saman á meðan Rousseff hefur stjórnað landinu og vonast kaupsýslumenn eftir frjálslyndari stjórnarháttum, undir forsetatíð Temer, sem er arftaki Rousseff.

Hagvöxtur í Brasilíu hefur fallið. Árið 2010 þegar Dilma Roussef tók vð var hann 7,5%, en var neikvæður um 3,8% í fyrra.

Atvinnuleysi jókst úr 6,9% fyrir tveimur árum upp í 11,6% í júlí. Bílasala lækkaði um 40% á sama tíma.

„Hún eyðilagði landið - hún hefði átt að segja af sér fyrir löngu“ er haft eftir Juliönu, sem vinnur sem kerfisfræðingur í Sao Paolo, í frétt Financial Times.