Haustið 1993 var Guðlaugur Þór Þórðarson endurkjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, en hann hafði tekiðvið sem formaður af Davíð Stefánssyni, sem steig til hliðar fyrr um árið.

Í frétt Morgunblaðsins sagði að kosningabarátta hans og Jónasar Friðriks Jónssonar hefði verið ein sú harðasta í manna minnum innan SUS og að úrslitin hefðu verið tvísýn.