*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 13. júlí 2018 09:09

Fagnar að Kjararáð úrskurði ei meir

Framkvæmdastjóri SA segir opinbera starfsmenn ekki mega vera launaleiðandi en ráðið hækkaði 48 ríkisforstjóra áður en hætti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það algerlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almenna markaðinn að því er Fréttablaðið greinir frá.

„Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór en eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá náði ráðið þó að hækka laun 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera milli þess sem lög um að það yrði lagt niður voru samþykkt og mánaðarmótanna síðustu þegar þau tóku gildi.

Halldór segir markmiðið með tillögum starfshóps um málefni kjararáðs að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi. Heldur yrði launaþróun jafnari og ákvarðanir um laun meira gegnsæ, fyrirsjáanleg og skýr en áður. Samkvæmt tillögunum verða laun embættismannanna sem þau ná yfir annað hvort ákveðin með lögum eða af sérstakri deild í fjármálaráðuneytinu.

„Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is