Samtök iðnaðarins fagna tillögu meirihluta borgarstjórnar um að hluti sorphirðu verði boðinn út í Reykjavík.

„Sú staðreynd að þjónustan er ódýrari í nágrannasveitarfélögunum sýnir að ná má fram hagkvæmni með útboðum til einkaaðila,“ segir Bryndís Skúladóttir forstöðumaður umhverfismála SI á vefsíðu samtakanna.

Telji hún öflug endurvinnslufyrirtæki hafa sýnt að þau séu vel í stakk búin til að sinna þessu verkefni.

Bjóða ætti líka út meðhöndlun

Ekki dugi einungis að bjóða út hirðuna heldur einnig meðhöndlun og endurvinnslu eins og kostur sé. Þannig gefist meira svigrúm fyrir nýjar lausnir og hagkvæmni geti aukist enn frekar.