Fágætur „trójuhestur“ sem herjar á Apple-tölvur hefur gert vart við sig á öldum internetsins. Um er að ræða óværu sem notfærir sér veikleika í Apple Remote Desktop-möguleikanum, þannig að hann öðlast vald yfir tengdum tölvum.

Þessi óværa getur hreiðrað um sig í Appletölvum með stýrkikerfi OS X 10.4 og 10.5 og gerir tölvurnar varnarlausar fyrir tölvuþrjótum.

Þekkja má trójuhestinn á heitinu „ASthtv05“ en notendur eru ekki í hættu fyrr en þeir hafa hlaðið honum niður og opnað.