Vinnumálastofnun tekur mánaðarlega saman tölur yfir atvinnuleysi á Íslandi. Í þeirri skýrslu er atvinnuleysi meðal annars greint eftir starfsstéttum. Þegar rýnt er í þær tölur sést að atvinnuleysi er tiltölulega lítið á meðal þeirra sem hafa starfað í fjármála- eða tryggingastarfsemi.

Í desember voru í heild 7364 atvinnulausir. Þar af voru 247 sem tilheyrðu fjármála- eða tryggingastarfsemi, eða 3,3% af heildarfjölda. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því þeir sem kunna að hafa misst vinnu í fjármála- eða tryggingageiranum hafa margir hverjir leitað í nám eða önnur störf.

Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að starfsmönnum Íslandsbanka fækkaði um 91 á síðasta ári og starfsmönnum Arion banka um 25. Starfsmenn Íslandsbanka voru í lok desember 2012 samtals 1.079 en ári seinna voru þeir 988. Starfsmenn Arion banka voru 949 um áramótin 2012-2013 en 924 ári síðar. Ekki hafa fengist upplýsingar um starfsmannafjölda Landsbankans um síðustu áramót.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .