Árið 2015 var hlutfall fólks sem aldrei reykir með því hæsta sem gerist í Evrópu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í evrópsku heilsufarsrannsókninni sem er framkvæmd af hagstofum á Evrópska efnahagssvæðinu, um hana er fjallað í frétt Hagstofu Íslands.

Ríflega 81% fólks á Íslandi reykir aldrei, en það er þriðja hæsta hlutfall í Evrópu. Hæst er hlutfall reyklausra í Svíþjóð, rúmlega 83%, og í Bretlandi tæp 83%.

Hins vegar er hlutfall þeirra sem reyklausra lægst í Búlgaríu, um 65%, Grikklandi, rúm 67% og Tyrklandi 67,5%. Ísland er með fimmta hæsta hlutfall fólks sem reykir stöku sinnum eða tæplega 7% en næstlægsta hlutfall fólks sem reykir daglega eða 12%.

Ríflega 24% fólks í lægsta tekjufimmtungi reykja og nær 16% reykja daglega. Hlutfall reykingafólks lækkar eftir þremum tekjustigans og er lægst í efsta fimmtungi, en tæp 13% tekjuhæsta hópsins reykja og tæp 8% reykja daglega.