MMR kannaði nýverið meðmælavísitölu 73 íslenskra fyrirtækja í 19 atvinnugreinum.  Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja mældist almennt lág í könnuninni, en í heildina mældust aðeins 10 af 73 fyrirtækjum með jákvæða meðmælavísitölu. Þannig mældist meðalmeðmælavísitala íslenskra atvinnugreina á bilinu -61% til 0%.

Við samanburð á meðmælavísitölu á trygginga-, banka-, vefþjónustu- og fjarskiptamarkaði við bresk, frönsk eða þýsk fyrirtæki kom í ljós að meðmælavísitala var almennt lág í löndunum fjórum. Í þremur af fjórum atvinnugreinum var meðmælavísitala lægri á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Þannig mældust íslensk fyrirtæki á trygginga-, banka- og fjarskiptamarkaði að meðaltali með lægri meðmælavísitölu en fyrirtæki í sömu atvinnugreinum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hinsvegar var meðmælavísitala íslenskra vefþjónustufyrirtækja að meðaltali hærri en í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.

Meðmælavísitalan er reiknuð fyrir einstaklinga sem hafa verið í reglubundnum viðskiptum við viðkomandi fyrirtæki. Viðskiptavinir voru spurðir hve líklegt eða ólíklegt það væri að þeim mæltu með þjónustu tiltekins fyrirtækis við vini eða kunningja og gáfu svör á kvarðanum 1-10. Meðmælavísitalan var svo reiknuð með því að draga hlutfall letjandi frá hlutfalli hvetjenda, en þannig gat meðmælavísitala verið á bilinu -100% til 100%.

Könnunin var framkvæmd frá 30. apríl til 6. maí sl. og var heildarfjöldi þátttakenda 988. Nánar má lesa um könnunina hér .