Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts um 67,5% stuðningsmanna Vinstri grænna, samkvæmt nýrri könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið. Næstmests stuðnings á eftir honum nýtur Katrín Jakobsdóttir, en um 19,4% stuðningsmanna VG treysta henni best til að gegna embætti formanns flokksins.
Spurt var: „Hverju eftirtalinna treystir þú best til að gegna embætti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs?“
Meðal stuðningsmanna VG mælist Ögmundur Jónasson með 3,2% stuðning, Svandís Svavarsdóttir með 9,9% stuðning og Björn Valur Gíslason mælist ekki meðal stuðningsmanna VG.
Alls voru 921 einstaklingur spurður á dögunum 6.-10. október.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er: