*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 26. október 2011 19:15

Fáir Vinstri grænir styðja Ögmund til formanns

Ný könnun sýnir að Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts um 68% stuðningsmanna VG.

Ritstjórn

Steingrímur J. Sigfússon nýtur trausts um 67,5% stuðningsmanna Vinstri grænna, samkvæmt nýrri könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið. Næstmests stuðnings á eftir honum nýtur Katrín Jakobsdóttir, en um 19,4% stuðningsmanna VG treysta henni best til að gegna embætti formanns flokksins.

Spurt var: „Hverju eftirtalinna treystir þú best til að gegna embætti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs?“

Meðal stuðningsmanna VG mælist Ögmundur Jónasson með 3,2% stuðning, Svandís Svavarsdóttir með 9,9% stuðning og Björn Valur Gíslason mælist ekki meðal stuðningsmanna VG. 

Alls voru 921 einstaklingur spurður á dögunum 6.-10. október.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

 • Frostrósir moka inn
 • Brotalöm í upplýsingagjöf Bankasýslunnar
 • Arnaldur hefur selt mest
 • CCP endurfjármagnar skuldabréf
 • Úttekt á tískuvöruverslunum landsins
 • Viðtal við Þórð H. Hilmarsson, forstöðumann erlendrar fjárfestingar hjá Íslandsstofu
 • Skattastefna stjórnvalda gagnrýnd af Kauphallarstjóra
 • Viðtal við Jóhannes Inga Kolbeinsson, framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar
 • Bankarnir telja hagræðingaraðgerðir lokaðar
 • Verksmiðja Carbon Recycling International gangsett
 • Veiðileyfin á netinu
 • Sport & peningar: Íþróttafélög vinsæl leikföng auðmanna
Stikkorð: Vinstri grænir