Í fyrra voru 366 endurskoðendur á Íslandi. Við endurskoðun störfuðu 230, í öðrum störfum voru 110 og 26 voru hættu. Af þessum 230 starfandi endurskoðendum unnu 149 hjá fjórum stærstu stofunum eða nærri tveir af hverjum þremur.

Þetta kemur fram í grein Bjarna Frímanns Karlssonar, lektors við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem hann ritar í Hag, blað Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Greinin ber heitið „Fákeppni í endurskoðun“.

„Stofurnar eru þessar raðað eftir fjölda endurskoðenda: KPMG (59), Deloitte (44), Pricewaterhouse- Coopers (34) og Ernst & Young (12). Sú síðastnefnda tók verulegan vaxtarkipp eftir bankahrunið. Þetta er í samræmi við stöðu mála erlendis. Endurskoðunarfyrirtæki með þessi sömu nöfn yfirskyggja markaðinn; stærðarröð þeirra að vísu önnur. Árið 2008 var velta hins fjórða stærsta á heimsvísu meira en fjórföld velta þess fimmta stærsta. Litlar stofur virðast nánast vera í útrýmingarhættu,“ segir Bjarni Frímann í greininni.

Hagur, blað Félags Viðskiptafræðinga og Hagfræðinga, fylgir Viðskiptablaðinu í dag.