Ásdís Halla Bragadóttir, hjá Sinnum, ræddi mikilvægi þess að auka einkarekstur og samkeppnishæfni í heilbrigðisþjónstu á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Hún sagði að fákeppni væri mikil hindrun í heilbrigðiskerfinu.

„Þetta snýst fyrst og fremst um valfrelsi. Sjúklingar þurfa að velja,“ sagði Ásdís Halla. Hún sagði að þetta snerist um það að fagfólk og aðrir gætu rekið heilsugæsluna en hið opinbera greiði.