Hefði bandaríska ríkið ekki komið tryggingarisanum AIG til hjálpar í mars 2009, og hann þá væntanlega fallið, hefði það hafi hrikalegar afleiðingar fyrir Danske Bank, stærsta banka Danmerkur.

Bandaríska ríkið lagið fram hjálparpakka til bargar AIG upp á um 182 milljarða Bandaríkjadala og víst er að stjórnendur Danske Bank hafa þá andað léttar.

Ástæðan er sú að árið 2005 og 2007 keypti Danske Bank tryggingar af dótturfélagi AIG í París, AIF Financial Products. Var verðmæti þeirra um 32,2 milljaraðar dala, um 195 milljarðar danskra króna, að því er kemur fram í frétt Børsen.

Í skýrslu sérfræðinga um AIG kemur fram að Danske Bank hefði tapað allt að 250 milljörðum íslenskra króna ef AIG hefði farið á hliðina.