Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um breytt fjölmiðlalandslag eftir tilkomu netsins. Þar hafa prentmiðlar orðið fyrir mestum skakkaföllum.

Þetta er ekki síður greinilegt á Íslandi en annars staðar. Þar munar mestu um fall Fréttablaðsins, en útbreiðsla fríblaðsins hefur dvínað jafnt og þétt, um nær 38% frá árslokum 2011.

Áskriftarblaðið Morgunblaðið hefur einnig misst lestur, en náð að verjast mun betur, en þar heffur meðallesturinn minnkað um 23% á sama tíma. DV og Viðskiptablaðið hafa verið brokkgengari, en lestur DV er nú aðeins helmingur af því sem áður var.