Fall gjaldmiðla í Austur-Evrópu og versnandi efnahagur mun hafa áhrif á afkomu Actavis en um það bil 40% af sölu félagsins er í Austur- og Mið-Evrópu. Þetta kemur fram á Bloomberg-fréttaveitunni.

Þar er haft eftir Milan Todorovic forstjóra félagsins á þessu svæði að fall gjaldmiðla í Austur-Evróðu hafi veruleg áhrif á fyrirtækið þar sem það gerir upp í evrum. Þetta mun hafa þau áhrif að það hægist á vexti félagsins á þessu svæði. Rúblan hefur fallið um 19% gagnvart evrunni á þessum tíma. Félagið seldi fyrir 80 milljónir evra í Rússlandi á síðasa ári og er með um það bil 2% af samheitalyfjamarkaðinum þar.