Straumur-Burðarás var með mestu hlutdeild kauphallaraðila á skuldabréfamarkaði í febrúar, eða 23,8%. Næstir komu MP Banki, 22% og Íslandsbanki 19,5%.

Lokað var fyrir viðskipti Straums í gær í kjölfar falls bankans og greinilegt að það mun hafa talsverð áhrif á skuldabréfamarkaðinn.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu alls 193 milljörðum, sem jafngildir 9,7 milljörðum á dag að meðaltali. Þetta eru mestu viðskipti  síðan í október 2008. Veltumestu flokkarnir voru RIKB 19 0226 (35 milljarðar) og HFF 150914 (22 milljarðar).

Markaðsvirði skráðra bréfa nam 1.670 milljörðum í lok febrúar segir í frétt Kauphallarinnar.