Sviptingar í flugheiminum síðustu misseri koma ekki bara niður á flugfélögum heldur einnig leigusölum á flugvélum. Átta flugfélög orðið gjaldþrota á þessu ári, sem voru með  samtals 71 flugvél á leigu. Þetta er mesti fjöldi frá ársbyrjun 2013 að því er Wall Street Journal greinir frá. Markaður með leiguvélar sé sem stendur þegar nálægt því að verða mettur.

Í samantekt WSJ segir að fjárfestar hafi sett mikið fé í að kaupa leiguvélar á síðustu árum sem þrýst hafi verðinu á leiguvélum niður sem sé því sem stendur mjög lágt. Þó geti kyrrsetning Boeing 737 Max flugvéla geti hjálpað við að finna nýja leigjendur.

Kostnaðarsamt sé fyrir leigusala að taka við flugvélum á ný, þó undan sé skilinn ógreidd leiga við gjaldþrot. Air Lease Corporation sem leigði Wow air sjö flugvélar, þarf til að mynda að semja við Isavia vegna ógreiddra lendingagjalda Wow air, sem námu vel á annan milljarð króna. Þá er viðhaldskostnaður flugvéla hár sem og dýrt að gera breytingar á vélum fyrir nýja leigjendur.

Mesta ógnin fyrir leigusala sé þó fólginn í því að nýju flugvélarnar muni þrýsta leiguverðinu niður enn frekar. Ólíklegt sé að leigusalar hagnist mikið á því að leigja vélarnar út á ný, sér í lagi þegar tekið sé mið af hættunni á gjaldþrotum flugfélaga. Bent er á að verðmæti flugvéla sem ALC leigði Wow air hafi hlaupið á tugum milljarða króna, á meðan forsvarsmenn ALC vissu að fjárhagsstaða Wow væri mjög þung. Enda tók ALC að lokum ákvörðun um að kyrrsetja vélar félagsins í Bandaríkjunum og í kjölfarið fór Wow air í gjaldþrot. ALC