Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið að ný reglugerð um einnota drykkjavöruumbúðir muni ekki taka gildi í dag, 1. júní, eins og áformað var, heldur mun gildistakan frestast til 1. september og fallið verður frá þeirri kröfu um að strikamerki á drykkjavöruumbúðum skuli eingöngu vera lóðrétt, en ekki lárétt. Þetta hefur Félag atvinnurekenda fengið staðfest frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Áður hafði Félag atvinnurekenda skapað algerlega órökstudda viðskiptahindrun og andmælti félagið breytingunni.

„Það er fagnaðarefni að ráðuneytið hafi tekið rökum og brugðist við með þessum hætti. Þarna voru augljóslega gerð mistök, sem nú hafa verið leiðrétt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Það má hins vegar ýmislegt af þessu máli læra um mikilvægi þess að stjórnsýslan hafi náið samráð við þá sem til þekkja í atvinnulífinu þegar nýjar reglur eru smíðaðar.“