Til greina kemur að ríkisstjórnin falli frá lækkun hæstu barnabóta, að sögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Hann sagðist í samtali við fréttastofu RÚV skilja gagnrýni á fjárlagafrumvarpið en benti á að ýmsar bætur hafi verið hækkaðar, s.s. til aldraðra.

Fréttastofa RÚV hafði eftir Bjarna að hann væri vongóður um að fjárlagafrumvarpið fari úr fjárlaganefnd Alþingis fyrir aðra umræðu á fimmtudag.