Dagblöðum á Íslandi var raunar þegar tekið að fækka verulega áður en netið lét að sér kveða, en það hefur áfram þrengt að þeim hér á landi sem annars staðar.

Sú þróun hefur verið mjög á eina leið, eins og sjá má á meðallestri dagblaðanna tveggja hér að ofan, mismikil og misör þó.

Morgunblaðið hefur meira gefið eftir á þessu 12 ára tímabili, en frá 2010 hefur það hægar gefið eftir en Fréttablaðið. Haldi sú hneigð áfram mun Fréttablaðið að óbreyttu fara niður fyrir Morgunblaðið í kringum 2027, en þá yrði meðallesturinn kominn niður í um 17%. Fjölmiðlastyrkir munu ekki breyta neinu um það.