*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 27. maí 2019 08:02

Fallast á að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök eftirlitsstofnunar EFTA um að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala.

Ritstjórn
Júlíus Sigurjónsson

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli sé ríkiseinkasala og þar af leiðandi þurfi að innleiða nýtt verklag sem tryggir að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þar að auki þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið greini stjórnvöld er frá því að þau hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist á málflutning ESA. Bréfið var sent um miðjan apríl, en aðeins einum og hálfum mánuði áður sendi ráðuneytið annað bréf þar sem rökum ESA var mótmælt.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is