*

föstudagur, 24. september 2021
Erlent 4. ágúst 2021 15:49

Fallið um 8% þrátt fyrir methagnað

Hlutabréfagengi GM hefur fallið um 8% í dag þrátt fyrir methagnað á hlut á síðasta fjórðungi.

Snær Snæbjörnsson
Mary Barra, forstjóri GM.

Hlutabréf í General Motors (GM) hafa fallið um 8% í dag þrátt fyrir 2,8 milljarða dollara, um 350 milljarða króna, hagnað á öðrum ársfjórðungi. Bréf félagsins eru komin í 53,2 dollara og hafa fallið um hátt í fimm dollara í dag. Reuters greina frá.

Aðlagaður EBIDTA hagnaður var um 4,1 milljarðar dollara á fjórðungnum var um 4,1 milljarður dollara og 8,5 milljarðar á fyrri hluta ársins og hagnaður á hlut var 1,97 dollarar sem er met hjá fyrirtækinu. Hagnaður á hlut var þó nokkuð undir spám fjárfesta en búist var við um 2,23 dollara hagnaði á hlut. 

Þá eru viðbrögð hlutabréfamarkaðarins einnig sögð endurspegla þá óvissu sem bílaframleiðendur standa frammi fyrir en þar má einna helst nefna skort á tölvukubbum og hálfleiðurum.

Búist er við að iðnaðurinn muni verða af milljörðum dollara vegna íhlutaskortsins en hann hefur nú þegar leitt til verksmiðjulokana. GM eitt og sér býst við að verða af um 1,5 til 2 milljörðum vegna skortsins og hefur boðað lokanir þriggja verksmiðja.

Uppfærð hagnaðarspá félagsins gerir ráð fyrir 11,5 til 13,5 milljarða dollara hagnaði fyrir skatt á þessu eru sem er um 0,5 til 2,5 milljörðum yfir upprunalegar spár. Þá fóru tekjur GM umfram spár markaðarins á fjórðungnum en þær námu 34,2 milljörðum dollara. 

Stikkorð: General Motors GM