Fastanefnd EFTA ríkjanna hefur samþykkt undanþágubeiðni Íslands frá reglum Evrópusambandsins um akstur og hvíld atvinnubílstjóra.

Þar með er fallist á sérstöðu Íslands í samgöngumálum en vegakerfi landsins og aðstæður atvinnubílstjóra til hvíldar hér á landi eru mjög frábrugðnar því sem gerist á meginlandi Evrópu auk þess sem íslenskt veðurfar getur sett strik í reikninginn.

Reglugerð Evrópusambandsins mun því verða innleidd hér á landi með meiri sveigjanleika en í öðrum ríkjum á hinu Evrópska efnahagssvæði.

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins (SA) en með ákvörðun sinni hafnaði fastanefndin ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA sem hafði lagst gegn undanþágubeiðnunum.

Sjá nánar á vef SA.