Rebekah Brooks
Rebekah Brooks
© Jens Einarsson (VB MYND/Jens)
Rebekah Brooks hefur sagt af sér sem forstjóri News International í Bretland. Hún hefur gengt því starfi frá árinu 2009. Eins og kunnugt er gaf fyrirtækið út News of the World og fleiri blöð í eigu Ruperts Murdoch sem uppvís voru um símahleranir. Tom Mockridge, forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Sky Italia, mun taka við starfi Brooks.

Brooks var fyrrum ritstjóri News of the World og þá einn æðsti yfirmaður fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch í Bretlandi. Hún hóf störf sem blaðamaður  New of the World árið 1989 og var fyrst kvenna til að gegna starfi ritstjóra blaðsins The Sun. Margir telja hana ábyrga fyrir hleranahneykslinu.

Brooks sendi yfirlýsingu til starfsmanna fyrirtækisins um uppsagnabeiðni sína. Þar segir að Rupert og James Murdoch hafi fallist á beiðni hennar. Segist hún jafnfram hafa viljað bæta upp fyrir brotin sem framin voru.

Hlutabréf New Corp. hafa fallið í verði eftir að hleranahneykslið kom upp og þau bréf sem skráð eru í kauphöllina í Sydney hafa lækkað um 12% í vikunni sem er að líða. Lækkunin í dag nam 2,83%