Fjölmargir Íslendingar hafa látið Viðskiptablaðið vita af falsfrétt á vefsíðunni Heralded News sem þannig er úr garði gerð að við fyrstu sýn mætti halda að hún væri hér af vef vb.is.

Þegar betur er að gáð sést þó að það vantar bókstafinn L úr heiti blaðsins og ýmislegt fleira sem hnikað hefur verið til á vefsíðunni, þó hún sé augljóst afrit af síðunni frá þarsíðustu viku.

Nokkrar mismunandi útgáfur eru af fréttinni, þar sem vitnað er í mismunandi auðjöfra sem segjast hafa stórgrætt á því á skömmum tíma að hafa sett fé í bitcoin miðlunina.

Kerfið sagt skapa gróða sjálfvirkt

Er jafnvel gengið svo langt að segja að gróðinn hafi numið tugum þúsunda á nokkrum mínútum því kerfið nýti sér óstöðugt gengi rafmyntarinnar Bitcoin til að kaupa lágt og selja hátt.

Í fréttinni sem er skrifuð á bjagaðri íslensku, líklega í gegnum þýðingarvél Google, eru skjáskot af Einari Þorsteinssyni í Kastljósi RÚV, og fullyrt að hann hafi látið blekkjast.

Þeir sem sagðir eru svo hafa auðgast stórum á notkun kerfisins má nefna Björgólfsfeðgana Björgólf Guðmundsson og son hans, Björgólf Thor, Jón Ásgeir Jóhannesson, Rúnar Freyr Gíslason og Eggert Magnússon.

Yfirdrifin fyrirsögn í mörgum línum

Fréttin svokallaða er með fyrirsögn í sex línum þar sem hver þeirra er fyrir sig nafngreindur fyrst, eftir því hver á að hafa verið svona heppin og sagt: ... greinir frá hvernig hann græddi 250 milljarða íslenskra króna eftir gjaldþrot - hann segir að hver sem er geti gert það og sýnir 'Kastljósi' Hvernig!

Síðan kemur undirfyrirsögnin sem nýtir heldur ekki íslenskar gæsalappir: 'Þetta er besta tækifæri sem ég hef nokkurn tíma fengið!'

Þriðjungur þjóðarinnar setur athugasemd

Hin afritaða síða Viðskiptabaðsins hefur eitt fram yfir fyrirmyndina að athugasemdakerfi facebook virðist tengt inn á fréttirnar og virðist sem hátt í þriðjungur þjóðarinnar hafi skrifað athugasemd við hana.

Sést þar að meðal þeirra 116,344 ummæla sem eiga að vera við fréttina eru nafngreindir nokkrir einstaklingar sem heita nöfnum eins og Guðbjörg Edda Karlsdóttir, Aron Bergmann Magnússon, Alexander Koesnyk, Gunnlaugur Þráinsson, Hartvig Ingolfsson, Rúnar Helgi Vignisson, Hólmfríður Júlíusdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Guðjón Sigmundsson, Anna Borg Harðardóttir, Sigríður Hauksdóttir, Óli Ágústar, Birna Bessadóttir, Norikazu Kakishita, Kristján Ingi Gunnarsson, Valgarður Magnússon, Liss Lala og Ásbjörn Björgvinsson.

Viðskiptablaðið tekur það auðvitað skýrt fram, eins og flestum er ljóst, að þetta er ekki frétt frá blaðinu, heldur er hér um algerar falsfréttir að ræða sem helst virðast úr garði gerðar til að skapa umferð inn á síðu sem lesendur ættu að varast að fara inn á.

Hér að neðan má sjá skjáskot af síðunni:

Falsfrétt af Heraldednews
Falsfrétt af Heraldednews

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 2
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 2

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 2
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 2

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 3
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 3
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 4
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 4

Falsfrétt frá Heraldednews skjáskot 5
Falsfrétt frá Heraldednews skjáskot 5

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 6
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 6

Falsfrétt af vef Heraldednews skjáskot 7
Falsfrétt af vef Heraldednews skjáskot 7

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 9
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 9

Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 9
Falsfrétt af Heraldednews skjáskot 9