Stewart Parnell, fyrrum eigandi og framkvæmdastjóri hnetufyrirtækisins Peanut Corporation of America og bróðir hans Michael Parnell sem starfaði einnig hjá fyrirtækinu hafa verið sakfelldir fyrir að hafa sent frá sér vörur árið 2009 sem þeir vissu að væru sýktar af salmonellu.

Sýkingin er talin hafa dregið níu manns til dauðu en talið er að mörg 714 fengið matareitrun eftir að hafa neytt vörur frá fyrirtækinu.

Sýkingin leiddi til stærstu innköllunar á matvælum í bandaríkjunum og fór fyrirtækið í gjaldþrot í kjölfarið. Stewart Parnell fékk 28 ára fangelsisdóm en bróðir hans fékk 20 ára dóm. Auk þeira var gæðastjóri fyrirtækisins, Mary Wilkerson einnig dæmd til fimm ára fangelsis.

Reuters greinir frá.