Meðalkostnaður á hvern fanga í fangelsum ríkisins í fyrra var tæplega 7,1 milljón króna. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur alþingismanns.

Í sama svari kemur fram að miðað við reynslutölur síðastliðinna 18 mánaða má gera ráð fyrir að meðaltalskostnaður á hvern fanga í rafrænu eftirliti sé tæpar 2 milljónir króna á ári.

Í lok ágúst biðu 463 dómþolar afplánunar í fangelsi.