Tveir réttargæslumenn voru myrtir af fanga þegar flytja átti hann til yfirheyrslna í dómshúsi í Michican í Bandaríkjunum.

Náði byssu lögreglumanns í átökum

Réðst fanginn á lögreglumann fyrir utan fangaklefann, náði af honum skotvopni og skaut hann en lögreglumaðurinn James Atterbury, 41 árs gamall er talinn munu ná sér.

Fanginn, Larry Darnell Gordon sem var 45 ára reyndi að taka gísla í réttarsalnum, skaut konu í handlegginn og tvo réttargæslumenn, Joseph Zangaro, 61 árs gamlan og Ron Kienzle, 60 ára gamla, báðir fyrrum lögreglumenn sem unnið höfðu í 10 ár sem réttargæslumenn.

Fanginn var skotinn til bana við að reyna flýja réttarsalinn af öðrum réttargæslumönnum. Kemur þetta áfall í kjölfarið á umsátursástandi og morðum í Dallas í Bandaríkjunum þar sem leyniskyttur drápu fimm lögreglumenn, en víðtæk átök við lögreglu hafa verið að blossa upp víða í Bandaríkjunum á undanförnum árum.