Hilmar Veigar Pétursson
Hilmar Veigar Pétursson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Mjög einfalt, fann mataræði sem hentaði mér og jók hreyfingu,“ segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri leikjafyrirtækisins CCP. Athygli vakti á myndum af Hilmari sem fylgdu uppgjöri CCP fyrir helgi að hann er breyttur maður, m.ö.o tálgaður. Hilmar vildi ekki tjá sig frekar um það hvaða aðferðum hann beitti til að koma sér í form.

Svipaða sögu er reyndar að segja af Hilmar og fyrirtækinu CCP en þar sömuleiðis tilttekt í gangi í fyrra. Fyrirtækið tapaði jafnvirði 2,4 milljarða íslenskra króna. Tapið skýrist öðru fremur af mikilli hreingerningu í bókum fyrirtækisins, afskriftum og niðurfærslu óefnislegra eigna.

Niðurfærslan hafði ekki áhrif á fjárstreymi, að sögn Hilmars. „Við fórum í mikla hreingerningu hjá okkur og tókum þá ákvörðun að taka þetta eins djúpt og hægt væri til að vera tilbúin fyrir framtíðina.“