Fannar Eðvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Huginn Care. Þar mun Fannar sjá um daglegan rekstur, sölu og þjónustu til verðandi og núverandi viðskiptavina, en fjöldi notenda í kerfinu í dag er tæplega 500 manns.

Fannar kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem forstöðumaður í sölu og þjónustu áður en hann tók við starfi sölustjóra Icelandair. Þar á undan var hann deildarstjóri hjá Airport Associates og deildastjóri í þjónustuveri Símans. Fannar er með B.s. gráðu í viðskiptafræði.

Huginn Care er skráningarkerfi fyrir bússetuúrræði sem bætir og einfaldar alla skrásetningu og utanumhald á upplýsingum um skjólstæðinga í umönnun, svo sem dagbókarfærslur, atvikaskráningar, framþróun og skýrslur.

Aðstoða ummönnunaraðilum starfið

Kerfið aðstoðar fyrirtæki og stofnanir sem sjá um umönnun á þjónustuþegum, s.s. búsetuheimili fyrir t.d. aldraða, fatlaða og börn og ungmenni sem eru að glíma við fjölþættan vanda.

Huginn Care kemur því skráningunum í form sem samræmist persónuverndarreglum og kemur í veg fyrir frekari notkun á t.d. stílabókum og Excel skjölum þar sem viðkvæmum persónuupplýsingum er gjarnan safnað í dag í búsetuúrræðum.

Fannar segir það spennandi að vinna að lausn sem hefur það að markmiði að bæta lífsgæði þessa hóps. Með betri skráningum og upplýsingum segir hann að ummönnunaraðilar geti betur greint hvaða úrræði virki fyrir hvern þjónustuþega og tekið ákvarðanir í samræmi við það.

Á sama tíma sé félagið á spennandi stað þar sem mikil þróun er í gangi, t.d. við að gera nýja útgáfu af tölfræði, bæta við skjalasafni, aðgangi fyrir aðstandendur, verkefnalista og spjallsvæði fyrir starfsmenn búsetuúrræða.