Bandarísku fasteignalánafyrirtækin Fannie Mae og Freddie Mac gætu samanlagt þurft allt að 215 milljarða dala til viðbótar við þá ríkisaðstoð sem félögin hafa fengið nú þegar.

Að mati hins opinbera er upphæðarinnar þörf fram til ársins 2013 til þess að viðhalda jákvæðu eiginfjárhlutfalli en félögin hafa þurft að afskrifa mikið af lánum sínum eftir að fasteignabólan sprakk í Bandaríkjunum.