Fannie Mae og Freddie Mac segjast hafa yfir nægu fjármagni að ráða til að standa af sér ástandið á bandarískum húnæðismarkaði. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Áður höfðu fréttir borist af því að stjórnvöld ræddu björgunaraðgerðir fyrir íbúðalánasjóðina og jafn vel þjóðnýtingu þeirra .

Öldungardeildarþingmaðurinn Christopher Dodd nefndi einnig þann möguleika að opna á að Fannie og Freddia fái lán beint frá bandaríska seðlabankanum.