Kvikmyndin Fantastic Beasts and Where to Find Them, sem er nýjasta útspil J.K. Rowling í galdraheim Harry Potter, fer vel af stað í kvikmyndahúsum um heim allan. Frumsýningarhelgina þá rakaði kvikmyndin inn 218 milljónum dollara eða því sem samsvarar 24,75 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt CNN Money .

Kvikmyndin var hvað vinsælust í Norður-Ameríku, þar sem að hún aflaði 75 milljón dollara í tekna fyrir Warner Bros. Tekjuöflun kvikmyndarinnar var í takt við væntingar framleiðenda. Sér í lagi er áhugavert að sjá að kvikmyndin sem inniheldur ekki stjörnunar úr Harry Potter myndunum hefur samt náð að góðu gengi um allan heim.

Fantastic Beasts and Where to Find Them hefur hlotið ágætis viðtökur hjá gagnrýnendum og er til að mynda með 76% hjá síðunni Rotten Tomatos.