Olíufélagið Shell sætir nú málsókn í London í annað skiptið á tveimur árum vegna olíuleka í Nígersvæðinu í Nígeríu. Tvö samfélög sem búa á svæðinu höfðuðu málið og vilja að Shell hreinsi upp lekann.

Málsóknin byggir á því að tíðir olíulekar frá árinu 1989 hafa valdið því að íbúar hafi ekki aðgang að drykkjarvatni, rætarlandi sé eyðilagt og árnar séu mengaðar. Meðal annars er byggt á skýrslu frá Amnesty International frá nóvember 2015 þar sem kemur fram að fjögur svæði sem Shell áætlaði að hreinsa séu ennþá menguð.

Málið verður tekið fyrir í dag til að ákveða hvort að hægt sé að höfða málið í London, eða hvort það verði flutt í Nígeríu, eins og Shell hefur krafist.

Olíuleiðslur á svæðinu hafa verið skemmdar ítrekað af aðilum sem stela olíu úr leiðslunum. Þessar aðgerðir hafa leitt til enn frekari leka á svæðinu.

BBC greinir frá.