N1 fer fram á lægra kaupverð fyrir allt hlutafé Festar en áður var samið um. Kaupverðið sem upphaflega samið um fyrir kaupin á þessu næst stærsta smásölufélags landsins, sem meðal annars rekur verslanir Krónunnar, nam um 38 milljarða króna. Helsta ástæðan fyrir því er að afkoma Krónunnar á undanförnum mánuðum hefur verið nokkuð undir áætlunum. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins.

Forsvarsmenn N1 vísar til þess að í samningum séu leiðréttingarákvæði sem kveði á um að kaupverðið skuli taka breytingum reynist afkoma félaganna ekki í samræmi við helstu skilmála kaupsamkomulagsins. Þó fást ekki upplýsingar um hversu mikinn afslátt N1 hyggst fara fram á af umsömdu kaupverði. Einnig kemur fram að tillögur N1 að lægra kaupverði hafa enn ekki verið formlega ræddar á fundum stjórnenda félaganna.

Gert er ráð fyrir því að hagnaður verslana í rekstri Festar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði í kringum tíu prósentum lægri á yfirstandandi rekstrarári en spár höfðu áður gert fyrir. Lægri EBITDA er sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að Costco opnaði verslun sína á Íslandi í lok maí, en þó vegur það upp á móti að Elko, sem er einnig í eigu Festar, hefur gengið betur en vonir stóðu til. Viðræður um endanlegan kaupsamning milli N1 og Festar standa enn yfir og búist er við niðurstöðu á þriðja ársfjórðungi.