Stofnað hefur verið fyrirtækið Dive Expeditions ehf. til að sinna köfunarleiðöngrum fyrir ferðamenn. Um er að ræða systurfélag fyrir Dive.is sem býður upp á stuttar köfunarferðir og lengri köfunarleiðangra, en raunverulega er verið að búa til sér fyrirtæki til að halda utan um köfunarleiðangrana.

Tobias Klose, kafari, tölvunarfræðingur og eigandi Dive.is, er stofnandi Dive Expeditions ehf. Tobias er Þjóðverji en hefur búið á Íslandi síðan árið 2001. Davíð Sigþórsson, kafari og aðalleiðsögumaður í kafaraferðum hjá Dive.is, er meðstjórnandi í fyrirtækinu. Davíð hefur stundað köfun frá árinu 1993 og Tobias frá 1998. Þeir hafa unnið saman að köfunarferðum frá árinu 2004.

Fyrirtækið mun bjóða upp á lengri ferðir frá þremur upp í tíu daga. Í ferðunum er farið víðs vegar um landið og meðal annars á hálendið

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.