Nigel Farage, fyrrum formaður UPIK flokksins í Bretlandi, fagnaði því að Donald Trump í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann telur að kosning Trump eigi eftir að hafa jákvæð áhrif á Bretland og sagði jafnframt í viðtali við Bloomberg fréttastofuna að „byltingin héldi áfram.“

Farage tók þátt í kosningabaráttu Trump í Bandaríkjunum og sagði ítrekað að nú væri stund Bandaríkjanna til að halda sitt eigið „Brexit.“ Farage sagði að það ringdi upp í nefið á stjórnmálaleiðtogum á borð við Obama og Clinton og að það sé talsvert líklegra að Trump yrði hliðhollur Bretlandi og mögulegri úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu.

Farage benti jafnvel á það að móðir Trump sé skosk og því hefði Trump sterka tilfinningu fyrir Bretlandi. Trump lofaði því einnig að Bretland yrði fremst í röðinni þegar kæmi að því að semja um fríverslunarsamning ef að landið gengi úr Evrópusambandinu.