Nigel Farage verður áfram formaður Breska sjálfstæðisflokksins eftir að stjórn flokksins neitaði að taka við afsögn hans. BBC News greinir frá þessu.

Farage sagði af sér á föstudagsmorgun eftir að ljóst var að flokkurinn fengi aðeins einn þingmann kjörinn á breska þingið, en þrátt fyrir það mældist flokkurinn sá þriðji stærsti í landinu. Nú er hins vegar ljóst að hann verður áfram formaður þar sem stjórn flokksins hvatti hann til þess.