Töluverður viðsnúningur í afkomu fasteignafélagsins Eikar á fyrstu þremur mánuðum ársins. Félagið var rekið með 884 milljóna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi miðað við  235 milljóna tapi á sama tímabili árið 2020. Munurinn skýrist fyrst og fremst af viðsnúningi í matsbreytingum fjárfestingaeigna sem voru jákvæðar um 881 milljón nú en voru neikvæðar um 771 milljón króna fyrir ári. Niðurstaðan er sögð í takt við væntingar stjórnenda félagsins.

Félagið telur að áhrifa heimsfaraldursins á reksturinn gæti út árið en faraldurinn rýrði afkomuna um 130-140 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 1,26 milljörðum króna miðað viða 1,33 milljarða króna fyrir ári. Rekstrartekjur lækka úr 2,14 milljörðum króna í 2,03 milljarða króna á milli ára. Virðisrýrnun viðskiptakrafna nam 89 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við 30 milljónir á sama tímabili fyrir ár.

Fasteignasafn félagsins eru alls yfir 310 þúsund fermetrar og metnar á 102 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall er 31,4% og virðisútleiguhlutfall var 92% í lok tímabilsins.