Siglingastofnun setti farbann á flutningaskipið WIGEON við hafnarríkiseftirlit í Straumsvík þann 30. desember sl. Eftir endurbætur að kröfu stofnunarinnar var farbanninu aflétt á gamlársdag.

WIGEON sem er skráð á Kýpur er undir eftirliti ABS, var smíðað 2004 og er 22790 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Navarone SA í Grikklandi.

Gerðar voru athugasemdir við skipið vegna olíuskilju, þrifnað, kunnáttu yfirmanna á LRIT, neyðarútgangs og viðvörunarskilta. Endurbætur fóru fram í samráði við flokkunarfélag skipsins og eftir endurskoðun var farbanni aflétt 31. desember.