Rúmlega 118 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum.

Frá áramótum, það er á fyrsta ársþriðjungi, fóru rúmlega 516 þúsund farþegar um völlinn sem er 26,7% samdráttur sé miðað við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Þar kemur fram að fækkunin í apríl nemur 14% en til samanburðar var fækkunin í mars 37% á milli ára. Hafa ber í huga í þessu sambandi að í fyrra taldist páskaumferðin með marsmánuði en kemur inn í apríltölur í ár.

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu.